Þættir

Jæja þá er lífið að ganga sinn vanagang hérna hjá mér. Ég er staddur í vinnunni eins og er og það er frekar lítið að gera svo að ég sé mér fært að henda hérna inn eins og einni færslu:) Ég er reyndar ekki með það á hreinu hvort einhverjir viti af þessari blogg síðu en það verður bara að vera þannig .. Jæja þá er maður farinn á fullt að koma sér í gírinn fyrir en eina tilraunina til skólagöngu og ég er bara nokkuð spenntur fyrir því öllu saman:) Stefnan er sett á Danmörk og þá ætlar hún Dagný mín bara að fara að vinna þar á meðan ég er í skólanum.. Þannig að hún fær að sjá fyrir mér.. En ef að maður kemst ekki inn i skólann úti þá er ég með bakköpplan:) Þær mættu samt fara að vakna þessar gellur sem að vinna í FSH heima á Húsavík og senda mér þau gögn sem ég þarf of bað um að fá send fyrir mánuði!! kæruleysi í þeim þarna... Eða kanski eru þau búin að senda mér það en flaskan frá húsavík bara enþá á leiðinni hingað í menninguna:) hehehe

En já nóg um það.. Nú hef ég verið soltið iðinn við að horfa á þætti sem eru á dagskránni í íslensku sjónvarpi. Þessir þættir eru mis skemmtilegir.. Þeir þættir sem að ég má bara ekki missa af eru Prison Break,  24, Desperate housewifes og My name is Earl. Ég horfi altaf á Prison Break og 24 bara þegar þeir eru á dagskrá á stöð 2 en hina næ ég í á netinu. Ég er eiginlega kominn með leið á Prison Break samt, mér finnst þetta allt vera alveg eins og ég nenni ekki að horfa á enn einn þáttinn þar sem að Lincoln og Michael nást næstum því... Ég væri alveg til í að næsti þáttur væri bara sá síðasti:) En já svo er það 24. 6. serían var að byrja og hún byrjar svo sannarlega vel. 24 er einmitt eini þátturinn sem að ég hef þurft að standa til að geta horft vegna spennu en það gerðist í 5. seríu:) Jack Bauer er náttulega ekkert eðlilega svalur!! Svo er það Aðþrengdu eiginkonunrnar.. Ég veit að það eru einhverjir strákar þarna úti sem að hugsa núna ,,Desperate housewifes er bara fyrir homma og fólk með leggöng" . En þar verð ég að vera ósammála af því að þetta eru ekkert eðlilega skemmtilegir þættir og ekki skemmir fyrir að þær, Susan, Edie og Gabby eru frekar heitar get ég sagt ykkur sem að ekki hafið þorað að horfa á þetta:) Núna eru ég og Dagný búin að horfa soltið fram í tímann og síðasti þáttur endaði alveg hreint hrikalega, en ég ætla nú ekki að vera að upplýsa það hérna því að sumir eru ekki alveg að dánlóda þessu á netinu:) En ég mæli með þessum þáttum!!! Svo á ég inni þætti eins og Heroes og Gray´s anatomy svo að það er á nógu að taka!!

En nóg um það í bili!!

later


Áfram Ísland

Jæja þá er ég búinn að ná mér nógu mikið niður til að geta skrifað um Ísland - Danmörk. Ég get ekki sagt annað en að ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn mikið yfir handboltaleik á ævinni!! Nema kanski þegar ég hef farið að horfa á frænda í markinu hjá Val. Talandi um Pálmar þá verð ég að segja að mér finnst hann betri en Hreiðar greyjið. Um leið og hann kom inn á á móti Dönum þá varð ég svartsýnn en svona er þetta. Ekki vel ég hópinn sem fer á HM:) En þetta var alveg hrikalega svekkjandi en ég hélt að við værum bara búnir að vinna leikinn þegar Snorri cool as ice Guðjónsson snéri boltann í markið úr vítinu. Þeir sem stóðu uppú hjá okkur voru Óli Stef og Snorri Steinn auðvitað. Einnig var Róbert fínn og L&i Geirs náttulega, þrátt fyrir hrikaleg mistök á verndipunkti leiksins þá var hann fínn:) En þetta féll ekki fyrir okkur og Danir unnu, helvítis ógeð.

Talandi um Danmörk þá gerði ég anskoti skemmtilegan hlut í fyrradag. Ég ákvað að panta mér far til Danmerkur 22.júní til að hitta félaga minn sem er með tónleika á Parken 23. júní. Justin hringdi í mig og sagðist vera að fara að halda tónleika þarna og vildi endilega fá mig svo að ég sló til!! Ég gerði gott betur og keypti mér miða á tónleika með Pearl jam sem verða í Kaupmannahöfn 26. júní þannig að þetta verður frekar nett ferð ef ég segji sjálfur frá... Hehe! En með mér í för verður að minnsta kosti einn góður drengur sem heitir Magnús og er Halldórsson. Við erum að reyna að fá fleiri með okkur en menn eru eitthvað voðalega busy svo að það er ekkert víst hvort að einhverjir fara fleiri, en þá segji ég bara eins og maðurinn. fámenn EN góðmenn ferð:) Þetta eru að ég held firstu tónleikarnir með Pearl jam í Danmörku frá slysinu á Roskilde svo að þetta verða svona sérstakir tónleikar. Svo þarf náttulega ekki að segja neinum hvernig Justin Timberlake mun vera.. Það verður náttulega GEÐVEIKI að sjá hann og heyrann syngja lög eins og Sexyback og Cry me a River!!! Ég mun að sjálfsöögðu syngja mína útgáfu ,,I need a river" :) You know it!

En jæja þá er það helgin og hún mun verða sérstök með meiru þar sem ég er að fara að halda upp á afmælið mitt. Ég smessaði félagana í gær og bað um svör til baka hvort þeir kæmust eður ei. Það er oft þannig að maður telur sig eiga vini, en svo heldur maður afmæli og býður "vinum" sínum en þá eru þeir að fara að gera eitthvað annað. Jón Friðrik er náttulega á leiðinni í borgina og hann mun mæta alveg kaldur:) Nonni hefur boðað komu sína sem og Maggi Halldórs og Andri Valur. Svo ero aðrir sem annaðhvort hafa ekki svarað eða þá eru að fara að "gera eitthvað annað" :) Lélegt! En já ég ætla að hafa áfengi í boði á meðan birgðir endast en svo er mönnum heimilað að koma með smá bús með sér ... Ég hlakka allavega mikið til og ætla að fá mér í glas með vinum mínum í telefni að því að maður er að verða 25 ÁRA!!! Hvað r það samt??

Later


Fallinn ??

Jæja þá er ég búinn að vera alveg án þess að drekka kók í 4 heila daga. Nú er semsagt 5. dagurinn farinn af stað og stefni ég á að fá mér kók á eftir þar sem að ég er að fara á American style í hádeginu og það er erfitt fyrir mann eins og mig að neita mér um kók þegar mér er hreinlega boðið að fá mér eins og ég vill af því:) Meðferðarlæknirinn minn er reyndar að fara að borða með mér svo að ég verð einhvernveginn að leyna því fyrir henni að ég sé með kók í glasinu mínu.. Hmmm það verður erfitt. En kanski bít ég bara á jaxlinn og fæ mér vatn:s En í úttektinni sem ég tók í fyrradag með kókdrykkjuna mína gleymdi ég að nefnast á það hvað allt þetta magn hefur kostað:) Ég ætla því að skoða það hérna :) Sko ef við notum bara þessa tölu sem að ég komst að í gær, þ.e. 8030 lítrar. Við getum gefið okkur það að ég sé nú ekki búinn að kaupa þetta allt sjálfur svo að ég er að spá í að notast við 6000 lítra. Verðið á kóki hefur ekki alltaf verið það sama en við getum gefið okkur það að líterinn kosti að meðaltali ca. 150 kr. Ef ég reikna þetta gróflega með 6000 lítrum þá fæ ég hvorki meira né minna en 900.000k. :s Þetta er t.d. peningur sem að ég hefði geta notað í eitthvað allt annað:) En svona er þetta nú. Það kemur kannski ekki á óvart að það var hann Viktor sem að benti mér á að reikna út hvað þetta hafi kostað :) Kemur kanski ekki þeim á óvart sem að þekkja hann Viktor.. hehe

En HM í handbolta er enþá á fullri ferð og það er gaman að fylgjast með þessu. Við töpuðum reyndar fyrir Pólverjum í gær og það var lélegt. Mér fannst þetta pólska lið ekkert spes en þeir unnu okkur samt. Þar sem ég hef lengi fylgst með íþróttum sjálfur og auðvitað verið lengi í fótbolta þá veit ég það að það er altaf auðvelt að kenna dómurunum um það sem illa fer. Það er einmitt umræðan á kaffistofum landsins í dag ,,Dómarinn eyðilagði leikinn" ,,dómarinn hélt með hinum". Þetta eru setningar sem að ég hef heyrt ítrekað í dag. Ég verð að viðurkenna það að ég mun seint taka hanskann upp fyrir frammistöðu dómaranna í gær. Þeir voru slakir en það bitnaði líka smá á pólska liðinu. Þeir dæmdu oft á þá það sem var alveg út í hött. Ég vill meina það að mér finnst óþolandi þegar menn eru að skella skuldinni á dómarana, ég meina, það voru sömu dómarar þegar við vorum að vinna pólverjana með 4 mörkum. Þá var enginn að kvarta yfir hvað dómararnir voru lélegir. Það kom bara um leið og strákarnir fóru að dala, þá voru það dómararnir sem voru ómögulegir. Ég vill semsagt ekki hlusta á það að dómararnir hafi tapað leiknum fyrir Pólverjum:) Ef ég tek nú út frammistöður ákveðinna leikmanna okkar þá ætla ég að byrja á því að segja að í fyrri hálfleik voru flestir nema þá einna helst Alex að spila bara glimrandi. Hann átti soltið erfitt uppdráttar í leiknum en bætti það upp með því að vera einn af fáum leikmönnum okkar sem voru góðir í seinni hálfleik. óli Stef byrjaði vel og skoraði 3 af fyrstu fjórum mörkum okkar. Hann var svo frekar slakur í seinni hálfleik. Guðjón Valur var fínn en ég er hræddur um að hann sé tæpur fyrir leikinn gegn Slóvönum. Snorri var góður allan leikinn og hefur hann orðið betri og betri með hverjum leiknum þarna úti. Ég er samt á þeirri skoðun að Óli Stef sé besti leikmaður í heiminum í dag, eða hann er næst bestur, ég held að Balic sem sá besti en hann er einnig alveg gríðarlega svalur !!! En það er elikur á morgun við Slóvena sem að verður hreinlega að vinnast annars er þetta búið held ég því að það er ekki gott að þurfa að keppa við þjóðverjana  á sunnudaginn og vera upp við vegg:s En ég hef enga trú á öðru en að þeir klári þetta á morgun og komist á 8-liða úrslit:) jeijj

En nú er þetta komið gott í dag, ég veit reyndar ekki hvort einhver lesi þetta en það er annað mál.

later


2. í kókbanni

Þá er kominn miðvikudagur og ég finn það vel á líkamsstarseminni minni að ég er ekki búinn að fá kók frá því á mánudaginn:S Ég er nefnilega í svokölluðu átaki og það felst m.a. í því að hætta/minnka það að drekka kók. Eða svo ég hljómi nú eins og reykingamaður sem er "hættur" að reykja en fær sér bara smók þegar hann/hún fær sér í glas. Þá má segja að ég fái mér bara kók, þegar mér er boðið uppá kók, s.s. ég er hættur að kaupa mér kók:) En vatnið hefur tekið völdin hjá mér og kann ég því vel. Ég ætla að reyna að þrauka eins lengi og ég mögulega get án þess að fá mér kók en mér finst ég vera að bregðast æskuvini mínum með því að hætta að drekka kók því að eins og flestir sem þekkja mig vita þá hef ég nú drukkið nokkra lítra þessi næstum 25 ár sem ég hef lifað. Ég get nú kanski nefnt smá tölur hérna sem eru náttulega ekki alveg heilagar en svona allt að því réttar. Ef ég tel bara árin frá því í 8.bekk en það er einmitt það ár sem að ég tel að kókdrykkjan hafi byrjað af alvöru. Látum okkur nú sjá.

Ég get sagt það með fullri samvisku að lítrarnir sem ég hef drukkið að meðaltali í þessi 11 ár eru tveir lítrar á dag. Stundum hef ég drukkið minna en það og stundum meira. Þetta eru 11 ár og þar með eru þetta 4015 dagar. Þetta segir mér það einfaldlega að lítrarnir sem ég hef látið ofan í mig þessi 11 ár eru 8030 talsins. Þetta er náttulega ekki eðlilega mikið magn af þessum óholla en frábæra drykk. Steinunn matreiðslukennari sagði mér einu sinni að það væru 26 sykurmolar (ekki Björk þó) í hálfum líter af kók. Talan sem ég fæ út þegar ég reikna hvað þessir 8030 lítrar innihalda marga sykurmola er átakanaleg svo ekki sé meira sagt. Þessi 11 ár sem að ég er bara að taka fyrir hérna hef ég drukkið 417560 sykurmola með góðri list. Það er því ekki nema von að maður sé aðeins farinn að bæta á sig þar sem að sykur hefur áhrif á vaxtarlagið eins og stendur á gulhvíta skyltinu í sundlauginni á Húsavík. Þetta eru s.s. tímamót í mínu lífi eins og gefur að skilja. Langaði bara að deila þessu ástandi með ykkur:)

svo líður að því að ég eigi afmæli og þá verður kátt á hjalla:)

I´m out


Landsleikurinn og Kompás

Jæja þá eru strákarnir okkar í landsliðinu staddir í Þýskalandi og ég verð að segja það að ég held að þeir séu í þessum skrifuðu orðum að gera sig klára í það að mæta "ofjörlum" sínum Frökkum. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að við getum unnið Frakkana ef að allt gengur eftir. Ég meina, ef að við spilum jafn vel og Úkraína í gær og Frakkar spila jafn illa og við gerðum í gær þá mundi ég segja að við ættum góða von gegn Frökkum. En þá þarf margt að gerast því að að mínu mati eru Frakkar með besta liðið á mótinu. Þeir eru breiðan hóp af mönnum sem allir eru af heimsklassa en það stóran hóp af heimsklassa leikmönnum höfum við einfaldlega ekki. Þeir sem eru að koma inn á til að leyfa mönnum eins og Óla Stefáns að hvíla sig aðeins verða bara að gera betur. Það er gríðarlega mikil pressa á Óla sem er alveg skiljanleg þar sem að hann er fyrirliði liðsins og besta vinstri handar skyttan í heiminum í dag. Það má hins vegar ekki gelyma því að hann gengur ekki heill til skógar á þessu móti og þarf smá hvíld í leikjunum. Ég ætla hins vegar ekki að afsaka leik hans í gær þar sem að allir sem horfðu á leikinn vita að Óli spilaði ekki vel. En það er svo margt sem að getur spilað inn í það að menn eins og hann spila ekki vel. Grunnurinn í handboltanum liggur í vörninni. Ef hún er góð þá leiðir það af sér að markvarslan verður góð þar sem að sóknarmenn andstæðinganna skjóta úr lélegri færum, svo fáum við hraðaupphlaupin OKKAR um leið og vörnin spilar vel og markvarslan er góð, þetta leiðir svo af sér aukið sjálfstraust sem að skilar sér í sóknarleiknum. Í hraðaupphlaupum er Ólafur Stefánsson sá besti í heiminum og ekki eyðileggur það fyrir honum að hafa Guðjón Val eins og lest fram völlinn. Þannig að ég vill ekki benda á neinn einstakan leikmann í liðinu og hálshöggva hann eftir úkraínuleikinn. Það er bara staðreynd að við þurfum að spila betri vörn í dag heldur en í gær og ef það heppnast og strákarnir ná að koma inn hraðaupphlaupum og markvörslu í kjölfarið þá mega Fransmennirnir passa sig:) En Óli segir það sjálfur á mbl.is að hann hafi "brugðist liði sínu,,. Ég er s.s. bara svona semi sammála því þar sem að ég vill kenna heildinni um. En ég er samt ánægður með að hann átti sig á slökum leik sínum og taki ábyrgðina á sig eins og sönnum fyrirliða sæmir. Þannig að ég vill bara segja áfram Ísland !!!

Eftir landsleikinn í gær þá tók það mig smá tíma að ná mér niður. Ég fékk mér að borða og horfði á Guffagrín. Svo ákvað ég að horfa á hinn geysigóða þátt Kompás. Ég vill meina að þessir þættir marki tímamót í íslensku sjónvarpi. Nú er ég alveg að verða 25 ára gamall og ég kem úr frekar fámennu samfélagi. Ég man þegar ég var smástrákur og var að fara í keppnisferð til  Reykjavíkur man ég altaf að mamma mín sagði ,,passaðu þig nú vel ljósið mitt, það eru alls konar menn þarna í Reykjavík". Ég brosti nú yfirleitt bara og hugsaði ,,ég er bara að fara að keppa í fótbolta, óþarfa áhyggjur þarna hjá henni mömmu" :) . En það hefur komið á daginn að þessar áhyggjur áttu alveg rétt á sér hjá henni móður minni því að eins og þeir sem hafa horft á Kompás geta séð að það eru til alls konar menn hér á landi. Ég horfði á þennan þátt í gær og ég verð að segja að ég hálf vorkenndi þessum manni sem var tekinn þarna verðskuldað reyndar. ÞEssi maður er að afplána 5 ára dóm sem hann fékk fyrir að misnota 4 (minnir mig) UNGA drengi kynferðislega. Samkvæmt mínum útreikningum gera það 1 ár og 2 mánuði fyrir hvern þeirra. Í 1.lagi þá finnst mér það vera alveg hrikalega slappur dómur fyrir svona alvarlegan dóm. Í 2. lagi finnst mér að fist að það er búið að dæma hann í þetta langa fangelsisvist þá ætti hann bara að fá að dúsa á Litla-Hrauni í þessi 5 skitnu ár. Sama þótt að hinir fangarnir leggi þennan mann í einelti þá verður hann bara að fá að þola það. Það er náttulega fráleitt að þessir menn sem kallast barnanýðingar fái að vera á "hóteli" þar sem að þeir geta nánast labbað inn og út eins og þeim sýnist. Þetta þarf að laga. Það er hins vegar engin lausn þó að ég geri mér grein fyrir því að fólk er brjálað yfir þessu að skera undan þessum mönnum eða eitthvað slíkt því að þá held ég að þeir mundu bara versna þar sem að hegðunin er náttulega í heilastarfseminni hjá þeim en ekki í tólunum á þeim. Ég efast reyndar um að Ágúst (sá sem gekk á lagið í gær) hafi séð tólin á sér. En já hann Ágúst beit heldur betur á agnið hjá Kompásmönnum og ekki einu sinni heldur tvisfar. Hann ætlaði að hitta þessa 13 ára stelpu sem hann bað um að yrði með trefil fyrir augunum og I-Pod í eyrunum, en í leiðinni ætlaði hann að fá að totta 12 ára strák. Nú verð ég bara að segja að þetta er ekkert í lagi. Þessi maður er langt frá því að vera heilbrigður og það þarf bara að loka hann inni og hjálpa honum svo sálfræðilega! Það sannaðist bara hversu veikur hann er þegar hann kom í viðtali og sagði að þetta væri bara út af því að mamma hans væri með Alsimer og hann væri þunglindur út af því. Ég spyr því bara, hvað var að hjá mömmu hans þegar að hann misnotaði strákanna árið 1985?? Og svo þegar að hann horfði framan í myndavélina og lét upp einhverja samúðar/vorkunnar grímu og sagði að það liði ekki sá dagur sem aðh ann hugsaði ekki um fórnarlömbin sín, og hin fórnarlömbin líka sem hann hefur ekki verið dæmdur fyrir:s Ég get hins vegar verið viss um það að einu skiptin sem að hann hugsar um þau er þegar hann er að kippa í því að þessi maður er alvarlega veikur. Ég pældi í því í gærkvöldi eftir þáttinn, hvað ætli þessir fjórir menn sem gengu í gildruna sem Kompás leiddi þá í séu að hugsa þessa dagana. Ég meina þeir vita að það er að koma í næsta þæti þegar að þeir ætluðu að fara og hitta 13 ára stelpu til að sænga hjá henni. Þetta geta verið fjölskyldumenn og ég veit eki hvað og hvað. Soltið skondið. En ætla ég að enda þessa færslu á að biðja um það að bæta stórlega þessi mál sem varða barnanýðinga. Það þarf að stöðfa þessa menn en ekki hleypa þeim bara út á meðal almennings af því að þeir segjast ætla að lagast!! Ég vill líka þakka Kompás fyrir frábæra þætti:) Þeir eru alveg nauðsinlegir eins og oft hefur komið í ljós!!  

Takk :)

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband