Þættir

Jæja þá er lífið að ganga sinn vanagang hérna hjá mér. Ég er staddur í vinnunni eins og er og það er frekar lítið að gera svo að ég sé mér fært að henda hérna inn eins og einni færslu:) Ég er reyndar ekki með það á hreinu hvort einhverjir viti af þessari blogg síðu en það verður bara að vera þannig .. Jæja þá er maður farinn á fullt að koma sér í gírinn fyrir en eina tilraunina til skólagöngu og ég er bara nokkuð spenntur fyrir því öllu saman:) Stefnan er sett á Danmörk og þá ætlar hún Dagný mín bara að fara að vinna þar á meðan ég er í skólanum.. Þannig að hún fær að sjá fyrir mér.. En ef að maður kemst ekki inn i skólann úti þá er ég með bakköpplan:) Þær mættu samt fara að vakna þessar gellur sem að vinna í FSH heima á Húsavík og senda mér þau gögn sem ég þarf of bað um að fá send fyrir mánuði!! kæruleysi í þeim þarna... Eða kanski eru þau búin að senda mér það en flaskan frá húsavík bara enþá á leiðinni hingað í menninguna:) hehehe

En já nóg um það.. Nú hef ég verið soltið iðinn við að horfa á þætti sem eru á dagskránni í íslensku sjónvarpi. Þessir þættir eru mis skemmtilegir.. Þeir þættir sem að ég má bara ekki missa af eru Prison Break,  24, Desperate housewifes og My name is Earl. Ég horfi altaf á Prison Break og 24 bara þegar þeir eru á dagskrá á stöð 2 en hina næ ég í á netinu. Ég er eiginlega kominn með leið á Prison Break samt, mér finnst þetta allt vera alveg eins og ég nenni ekki að horfa á enn einn þáttinn þar sem að Lincoln og Michael nást næstum því... Ég væri alveg til í að næsti þáttur væri bara sá síðasti:) En já svo er það 24. 6. serían var að byrja og hún byrjar svo sannarlega vel. 24 er einmitt eini þátturinn sem að ég hef þurft að standa til að geta horft vegna spennu en það gerðist í 5. seríu:) Jack Bauer er náttulega ekkert eðlilega svalur!! Svo er það Aðþrengdu eiginkonunrnar.. Ég veit að það eru einhverjir strákar þarna úti sem að hugsa núna ,,Desperate housewifes er bara fyrir homma og fólk með leggöng" . En þar verð ég að vera ósammála af því að þetta eru ekkert eðlilega skemmtilegir þættir og ekki skemmir fyrir að þær, Susan, Edie og Gabby eru frekar heitar get ég sagt ykkur sem að ekki hafið þorað að horfa á þetta:) Núna eru ég og Dagný búin að horfa soltið fram í tímann og síðasti þáttur endaði alveg hreint hrikalega, en ég ætla nú ekki að vera að upplýsa það hérna því að sumir eru ekki alveg að dánlóda þessu á netinu:) En ég mæli með þessum þáttum!!! Svo á ég inni þætti eins og Heroes og Gray´s anatomy svo að það er á nógu að taka!!

En nóg um það í bili!!

later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband