Áfram Ísland

Jæja þá er ég búinn að ná mér nógu mikið niður til að geta skrifað um Ísland - Danmörk. Ég get ekki sagt annað en að ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn mikið yfir handboltaleik á ævinni!! Nema kanski þegar ég hef farið að horfa á frænda í markinu hjá Val. Talandi um Pálmar þá verð ég að segja að mér finnst hann betri en Hreiðar greyjið. Um leið og hann kom inn á á móti Dönum þá varð ég svartsýnn en svona er þetta. Ekki vel ég hópinn sem fer á HM:) En þetta var alveg hrikalega svekkjandi en ég hélt að við værum bara búnir að vinna leikinn þegar Snorri cool as ice Guðjónsson snéri boltann í markið úr vítinu. Þeir sem stóðu uppú hjá okkur voru Óli Stef og Snorri Steinn auðvitað. Einnig var Róbert fínn og L&i Geirs náttulega, þrátt fyrir hrikaleg mistök á verndipunkti leiksins þá var hann fínn:) En þetta féll ekki fyrir okkur og Danir unnu, helvítis ógeð.

Talandi um Danmörk þá gerði ég anskoti skemmtilegan hlut í fyrradag. Ég ákvað að panta mér far til Danmerkur 22.júní til að hitta félaga minn sem er með tónleika á Parken 23. júní. Justin hringdi í mig og sagðist vera að fara að halda tónleika þarna og vildi endilega fá mig svo að ég sló til!! Ég gerði gott betur og keypti mér miða á tónleika með Pearl jam sem verða í Kaupmannahöfn 26. júní þannig að þetta verður frekar nett ferð ef ég segji sjálfur frá... Hehe! En með mér í för verður að minnsta kosti einn góður drengur sem heitir Magnús og er Halldórsson. Við erum að reyna að fá fleiri með okkur en menn eru eitthvað voðalega busy svo að það er ekkert víst hvort að einhverjir fara fleiri, en þá segji ég bara eins og maðurinn. fámenn EN góðmenn ferð:) Þetta eru að ég held firstu tónleikarnir með Pearl jam í Danmörku frá slysinu á Roskilde svo að þetta verða svona sérstakir tónleikar. Svo þarf náttulega ekki að segja neinum hvernig Justin Timberlake mun vera.. Það verður náttulega GEÐVEIKI að sjá hann og heyrann syngja lög eins og Sexyback og Cry me a River!!! Ég mun að sjálfsöögðu syngja mína útgáfu ,,I need a river" :) You know it!

En jæja þá er það helgin og hún mun verða sérstök með meiru þar sem ég er að fara að halda upp á afmælið mitt. Ég smessaði félagana í gær og bað um svör til baka hvort þeir kæmust eður ei. Það er oft þannig að maður telur sig eiga vini, en svo heldur maður afmæli og býður "vinum" sínum en þá eru þeir að fara að gera eitthvað annað. Jón Friðrik er náttulega á leiðinni í borgina og hann mun mæta alveg kaldur:) Nonni hefur boðað komu sína sem og Maggi Halldórs og Andri Valur. Svo ero aðrir sem annaðhvort hafa ekki svarað eða þá eru að fara að "gera eitthvað annað" :) Lélegt! En já ég ætla að hafa áfengi í boði á meðan birgðir endast en svo er mönnum heimilað að koma með smá bús með sér ... Ég hlakka allavega mikið til og ætla að fá mér í glas með vinum mínum í telefni að því að maður er að verða 25 ÁRA!!! Hvað r það samt??

Later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

Til hamingju með afmælið krúttið mitt!

Lady-Dee, 4.2.2007 kl. 21:24

2 identicon

Til hamingju með afmælið Birkir. Verð með þér í anda í afmælinu. Áfram Liverpool

Gústi (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:18

3 identicon

Til hamingju með afmælið elsku Birkir minn:* Hættu svo að vera veikur!!! Það er ekkert gaman að vera veikur á afmælisdaginn sinn:/

Dagný (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:11

4 identicon

Já til lukku með daginn gamli.

kv

Himmi 

Himmi (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband