Fallinn ??

Jæja þá er ég búinn að vera alveg án þess að drekka kók í 4 heila daga. Nú er semsagt 5. dagurinn farinn af stað og stefni ég á að fá mér kók á eftir þar sem að ég er að fara á American style í hádeginu og það er erfitt fyrir mann eins og mig að neita mér um kók þegar mér er hreinlega boðið að fá mér eins og ég vill af því:) Meðferðarlæknirinn minn er reyndar að fara að borða með mér svo að ég verð einhvernveginn að leyna því fyrir henni að ég sé með kók í glasinu mínu.. Hmmm það verður erfitt. En kanski bít ég bara á jaxlinn og fæ mér vatn:s En í úttektinni sem ég tók í fyrradag með kókdrykkjuna mína gleymdi ég að nefnast á það hvað allt þetta magn hefur kostað:) Ég ætla því að skoða það hérna :) Sko ef við notum bara þessa tölu sem að ég komst að í gær, þ.e. 8030 lítrar. Við getum gefið okkur það að ég sé nú ekki búinn að kaupa þetta allt sjálfur svo að ég er að spá í að notast við 6000 lítra. Verðið á kóki hefur ekki alltaf verið það sama en við getum gefið okkur það að líterinn kosti að meðaltali ca. 150 kr. Ef ég reikna þetta gróflega með 6000 lítrum þá fæ ég hvorki meira né minna en 900.000k. :s Þetta er t.d. peningur sem að ég hefði geta notað í eitthvað allt annað:) En svona er þetta nú. Það kemur kannski ekki á óvart að það var hann Viktor sem að benti mér á að reikna út hvað þetta hafi kostað :) Kemur kanski ekki þeim á óvart sem að þekkja hann Viktor.. hehe

En HM í handbolta er enþá á fullri ferð og það er gaman að fylgjast með þessu. Við töpuðum reyndar fyrir Pólverjum í gær og það var lélegt. Mér fannst þetta pólska lið ekkert spes en þeir unnu okkur samt. Þar sem ég hef lengi fylgst með íþróttum sjálfur og auðvitað verið lengi í fótbolta þá veit ég það að það er altaf auðvelt að kenna dómurunum um það sem illa fer. Það er einmitt umræðan á kaffistofum landsins í dag ,,Dómarinn eyðilagði leikinn" ,,dómarinn hélt með hinum". Þetta eru setningar sem að ég hef heyrt ítrekað í dag. Ég verð að viðurkenna það að ég mun seint taka hanskann upp fyrir frammistöðu dómaranna í gær. Þeir voru slakir en það bitnaði líka smá á pólska liðinu. Þeir dæmdu oft á þá það sem var alveg út í hött. Ég vill meina það að mér finnst óþolandi þegar menn eru að skella skuldinni á dómarana, ég meina, það voru sömu dómarar þegar við vorum að vinna pólverjana með 4 mörkum. Þá var enginn að kvarta yfir hvað dómararnir voru lélegir. Það kom bara um leið og strákarnir fóru að dala, þá voru það dómararnir sem voru ómögulegir. Ég vill semsagt ekki hlusta á það að dómararnir hafi tapað leiknum fyrir Pólverjum:) Ef ég tek nú út frammistöður ákveðinna leikmanna okkar þá ætla ég að byrja á því að segja að í fyrri hálfleik voru flestir nema þá einna helst Alex að spila bara glimrandi. Hann átti soltið erfitt uppdráttar í leiknum en bætti það upp með því að vera einn af fáum leikmönnum okkar sem voru góðir í seinni hálfleik. óli Stef byrjaði vel og skoraði 3 af fyrstu fjórum mörkum okkar. Hann var svo frekar slakur í seinni hálfleik. Guðjón Valur var fínn en ég er hræddur um að hann sé tæpur fyrir leikinn gegn Slóvönum. Snorri var góður allan leikinn og hefur hann orðið betri og betri með hverjum leiknum þarna úti. Ég er samt á þeirri skoðun að Óli Stef sé besti leikmaður í heiminum í dag, eða hann er næst bestur, ég held að Balic sem sá besti en hann er einnig alveg gríðarlega svalur !!! En það er elikur á morgun við Slóvena sem að verður hreinlega að vinnast annars er þetta búið held ég því að það er ekki gott að þurfa að keppa við þjóðverjana  á sunnudaginn og vera upp við vegg:s En ég hef enga trú á öðru en að þeir klári þetta á morgun og komist á 8-liða úrslit:) jeijj

En nú er þetta komið gott í dag, ég veit reyndar ekki hvort einhver lesi þetta en það er annað mál.

later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega ekki fræðilegur að þú fáir þér ekki kók á American Style. Þetta er samt asnalegt athugasemda græ því ég get ekki séð að ég geti skrifað nafnið mitt neins staðar nema þá bara í þennan ágæta reit..

Kv. Guðmundur Óli

Guðmundur Óli (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 12:43

2 identicon

Ég ætla ekki með til danmerkur.... þetta er gert sökum andúðar á dönum eftir að hafa slegið Ísland út. Ég hef tekið þá ákvörðun að fara aldrei aftur til danmerkur (ALDREI) og gleyma öllu sem ég kann í dönsku (sem er slatti). Ég held að þetta sé vel gerlegt....ef maður hugsar út í það af hverju ætti ég nokkru sinni að þurfa fara til danmerkur. Dana fífl.

Heidar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:37

3 identicon

Hehe já þú segir nokkuð:) Ég er samt að spá í að halda mér við planið.. væri geysigaman að fá þig með Heiðar.. þessir menn sem að unnu okkur í gær búa fæstir í Danmörku svo að:)

Birkir Vagn (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband