Landsleikurinn og Kompás

Jæja þá eru strákarnir okkar í landsliðinu staddir í Þýskalandi og ég verð að segja það að ég held að þeir séu í þessum skrifuðu orðum að gera sig klára í það að mæta "ofjörlum" sínum Frökkum. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að við getum unnið Frakkana ef að allt gengur eftir. Ég meina, ef að við spilum jafn vel og Úkraína í gær og Frakkar spila jafn illa og við gerðum í gær þá mundi ég segja að við ættum góða von gegn Frökkum. En þá þarf margt að gerast því að að mínu mati eru Frakkar með besta liðið á mótinu. Þeir eru breiðan hóp af mönnum sem allir eru af heimsklassa en það stóran hóp af heimsklassa leikmönnum höfum við einfaldlega ekki. Þeir sem eru að koma inn á til að leyfa mönnum eins og Óla Stefáns að hvíla sig aðeins verða bara að gera betur. Það er gríðarlega mikil pressa á Óla sem er alveg skiljanleg þar sem að hann er fyrirliði liðsins og besta vinstri handar skyttan í heiminum í dag. Það má hins vegar ekki gelyma því að hann gengur ekki heill til skógar á þessu móti og þarf smá hvíld í leikjunum. Ég ætla hins vegar ekki að afsaka leik hans í gær þar sem að allir sem horfðu á leikinn vita að Óli spilaði ekki vel. En það er svo margt sem að getur spilað inn í það að menn eins og hann spila ekki vel. Grunnurinn í handboltanum liggur í vörninni. Ef hún er góð þá leiðir það af sér að markvarslan verður góð þar sem að sóknarmenn andstæðinganna skjóta úr lélegri færum, svo fáum við hraðaupphlaupin OKKAR um leið og vörnin spilar vel og markvarslan er góð, þetta leiðir svo af sér aukið sjálfstraust sem að skilar sér í sóknarleiknum. Í hraðaupphlaupum er Ólafur Stefánsson sá besti í heiminum og ekki eyðileggur það fyrir honum að hafa Guðjón Val eins og lest fram völlinn. Þannig að ég vill ekki benda á neinn einstakan leikmann í liðinu og hálshöggva hann eftir úkraínuleikinn. Það er bara staðreynd að við þurfum að spila betri vörn í dag heldur en í gær og ef það heppnast og strákarnir ná að koma inn hraðaupphlaupum og markvörslu í kjölfarið þá mega Fransmennirnir passa sig:) En Óli segir það sjálfur á mbl.is að hann hafi "brugðist liði sínu,,. Ég er s.s. bara svona semi sammála því þar sem að ég vill kenna heildinni um. En ég er samt ánægður með að hann átti sig á slökum leik sínum og taki ábyrgðina á sig eins og sönnum fyrirliða sæmir. Þannig að ég vill bara segja áfram Ísland !!!

Eftir landsleikinn í gær þá tók það mig smá tíma að ná mér niður. Ég fékk mér að borða og horfði á Guffagrín. Svo ákvað ég að horfa á hinn geysigóða þátt Kompás. Ég vill meina að þessir þættir marki tímamót í íslensku sjónvarpi. Nú er ég alveg að verða 25 ára gamall og ég kem úr frekar fámennu samfélagi. Ég man þegar ég var smástrákur og var að fara í keppnisferð til  Reykjavíkur man ég altaf að mamma mín sagði ,,passaðu þig nú vel ljósið mitt, það eru alls konar menn þarna í Reykjavík". Ég brosti nú yfirleitt bara og hugsaði ,,ég er bara að fara að keppa í fótbolta, óþarfa áhyggjur þarna hjá henni mömmu" :) . En það hefur komið á daginn að þessar áhyggjur áttu alveg rétt á sér hjá henni móður minni því að eins og þeir sem hafa horft á Kompás geta séð að það eru til alls konar menn hér á landi. Ég horfði á þennan þátt í gær og ég verð að segja að ég hálf vorkenndi þessum manni sem var tekinn þarna verðskuldað reyndar. ÞEssi maður er að afplána 5 ára dóm sem hann fékk fyrir að misnota 4 (minnir mig) UNGA drengi kynferðislega. Samkvæmt mínum útreikningum gera það 1 ár og 2 mánuði fyrir hvern þeirra. Í 1.lagi þá finnst mér það vera alveg hrikalega slappur dómur fyrir svona alvarlegan dóm. Í 2. lagi finnst mér að fist að það er búið að dæma hann í þetta langa fangelsisvist þá ætti hann bara að fá að dúsa á Litla-Hrauni í þessi 5 skitnu ár. Sama þótt að hinir fangarnir leggi þennan mann í einelti þá verður hann bara að fá að þola það. Það er náttulega fráleitt að þessir menn sem kallast barnanýðingar fái að vera á "hóteli" þar sem að þeir geta nánast labbað inn og út eins og þeim sýnist. Þetta þarf að laga. Það er hins vegar engin lausn þó að ég geri mér grein fyrir því að fólk er brjálað yfir þessu að skera undan þessum mönnum eða eitthvað slíkt því að þá held ég að þeir mundu bara versna þar sem að hegðunin er náttulega í heilastarfseminni hjá þeim en ekki í tólunum á þeim. Ég efast reyndar um að Ágúst (sá sem gekk á lagið í gær) hafi séð tólin á sér. En já hann Ágúst beit heldur betur á agnið hjá Kompásmönnum og ekki einu sinni heldur tvisfar. Hann ætlaði að hitta þessa 13 ára stelpu sem hann bað um að yrði með trefil fyrir augunum og I-Pod í eyrunum, en í leiðinni ætlaði hann að fá að totta 12 ára strák. Nú verð ég bara að segja að þetta er ekkert í lagi. Þessi maður er langt frá því að vera heilbrigður og það þarf bara að loka hann inni og hjálpa honum svo sálfræðilega! Það sannaðist bara hversu veikur hann er þegar hann kom í viðtali og sagði að þetta væri bara út af því að mamma hans væri með Alsimer og hann væri þunglindur út af því. Ég spyr því bara, hvað var að hjá mömmu hans þegar að hann misnotaði strákanna árið 1985?? Og svo þegar að hann horfði framan í myndavélina og lét upp einhverja samúðar/vorkunnar grímu og sagði að það liði ekki sá dagur sem aðh ann hugsaði ekki um fórnarlömbin sín, og hin fórnarlömbin líka sem hann hefur ekki verið dæmdur fyrir:s Ég get hins vegar verið viss um það að einu skiptin sem að hann hugsar um þau er þegar hann er að kippa í því að þessi maður er alvarlega veikur. Ég pældi í því í gærkvöldi eftir þáttinn, hvað ætli þessir fjórir menn sem gengu í gildruna sem Kompás leiddi þá í séu að hugsa þessa dagana. Ég meina þeir vita að það er að koma í næsta þæti þegar að þeir ætluðu að fara og hitta 13 ára stelpu til að sænga hjá henni. Þetta geta verið fjölskyldumenn og ég veit eki hvað og hvað. Soltið skondið. En ætla ég að enda þessa færslu á að biðja um það að bæta stórlega þessi mál sem varða barnanýðinga. Það þarf að stöðfa þessa menn en ekki hleypa þeim bara út á meðal almennings af því að þeir segjast ætla að lagast!! Ég vill líka þakka Kompás fyrir frábæra þætti:) Þeir eru alveg nauðsinlegir eins og oft hefur komið í ljós!!  

Takk :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

Munnræpan hjá þér drengur.. hahaha til hamingju með bloggið:)

Lady-Dee, 22.1.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband