Gylfi

Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég alveg rosalegur þegar kemur að idolinu og nú þessa daganna X-factornum.. Ég sest altaf fyrir framan imbann á föstudögum og glápi á þessa þætti með mikilli innlifum og finnst mér það bara gaman:) Í gær fóru fram 7 manna/liða úrslit og það er óhætt að segja að það er alveg farið að sjá hvaða fólk er þarna af því að það kann að syngja og hvaða maður er þarna af því að hann á heima á Akureyri (skítapleis)...

Hara stelpurnar byrjuðu í gær en þær hafa þann eiginleika að fara alveg ótrúlega mikið í taugarnar á mér.. Þær tóku lag með Madonnu sem er geysigott lag en þær gerðu eins og þær hafa gert í öllum þáttunum, þ.e. þær tóku lag og settu það í svona semi sven ingvars stíl. Ég er kominn með nóg af því.

Svo kom að því að Gylfi steig á svið, (viðkvæmir hættið að lesa hér).. Hann tók Ástin dugir (að eilífu) sem að Páll Óskar gerði "vinsælt" fyrir einhverjum árum. Okey, vill benda Akureyringum á það að keppnin endaði hjá ykkur þegar þið kusuð Gylfa í staðinn fyrir Sigga. Og ég vill benda þeim sem eru að kjósa Gylffa hvað eftir annað á það að þið eruð ekki að gera honum neinn greiða með að kjósa hann, þið eruð eiginlega bara að gera grín af honum ásamt öllum þeim sem hafa eitthvað við söng eða tónlist! Hann er það slappur að í laginu í gær bað hann áhorfendur að klappa með en hann gat ekki einu sinni klappað í takt við lagið:) Hvað er það?? En já það er allt lélegt við hann, hann syngur eins og hann sé nýsloppinn út af sólheimum og hann hreyfir sig eins og Gosi mundi gera ef að hann væri ekki með neina spotta í sér. Ótrúlegt að hann sé ekki löngu dottinn út:( Sýnir líka hvað Akureyringar eru heimskir, að senda Sigga heim og halda þessum Gylfa Ægis þarna inni!

Svo kom Alan. Besta frammistaða kvöldsins í gær og ég fékk hvað eftir annað gæsahúð. Hann tók lag eftir Stevie Wonder sem ég man ekki hvað heitir. Hann söng það að mínu mati óaðfinnanlega og hann er svona eini keppandinn held ég sem mundi selja einhverjar plötur þegar keppninni líkur, ásamt Jógvan. En já eins og ég segji, komiði með hvítan mann og látið hann syngja jafn vel og svartur maður, það er ekki hægt:) Ég kaus hann einmitt í gær en allt kom fyrir ekki, hann var sendur heim!! Heimskulegt

Svo kom að mig minnir hún Guðbjörg. Hún er 16 ára að ég held og henni fannst réttast að sína fólkinu heima í stofu upp í klofið á sér þar sem hún sat á stól í stuttum kjól og fæturnar glenntar sundur, vill einhver kenna henni kvenmannssiði fyrir næsta þátt!! :) En hún var frekar slöpp bara fannst mér. Hefði getað verið í 2 neðstu sætunum allavega.

Ég er alveg búinn að missa röðina á þessu en Jógvan var solid í gær. Tók vertigo með U2 og gerði það vel, ég held með honum í þessari keppni:)

Inga má fara að drífa sig heim. Hún getur ekkert sungið og svo mundi náttulega enginn kaupa disk með henni nema þá kanski Pálmi Rafn. Hún hefur eldra fólkið með sér og það kýs hana. Ég vona að hún fari að detta út, samt á eftir Gylfa!

Svo enduðu GÍS þáttinn í gær með lagi með Bon Jovi. Ég veit það ekki en ég mundi vilja sjá Írisi hans Gunnars Óla taka þátt ein bara. Þessi sem er með henni er soltið að eyðileggja fyrir henni. Hún er samt góð sko en Íris er náttulega suddalega góð og menn eru soltið að einblína á það að Guðbjörg sé 16 ára en ef ég man rétt þá er Íris bara nokkrum mánuðum eldri en hún, samt ekki fædd sama ár svo að. En þær voru geðveikar í gær og ég held soltið með þeim:)

En þegar upp er staðið þá er staðan sú að ég hætti að horfa á þennan þátt ef að Gylfi dettur ekki út næst!! Þannig er það bara:) Það sást á dómurunum í gær að þeir eru komnir með nóg af þessari vitleysu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alvy Singer

Ég trúi ekki að þú horfir á þennan þátt, meira draslið.

En ég er þó sammála þér með eitt, Akureyri skítapleis!

Kv. brottfluttur Akureyringur 

Alvy Singer, 3.3.2007 kl. 23:01

2 identicon

Blessaður Birkir, ég varð bara að kommenta því ég er svo hjartanlega sammála með allt sem þú skrifar um þennan þátt og er búin að hlægja mikið að þessari færslu.. já og sammála pálmari með að x-factor eru virkilega slakir þættir.

kv. úr bæ heimskingjanna

Brynja Elín

Brynja Elín (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:57

3 identicon

"Sínir líka hvað Akureyringar eru heimskir, að senda Sigga heim og halda þessum Gylfa Ægis þarna inni!"

Birkir minn, lykilatriði þegar þú ert að lýsa yfir heimsku annara að hafa ekki stafsetningarvillu í sömu setningu.

Kennslustund: Orðið sýnir kemur í þessu tilviki af orðinu "sjón", skv. stafsetningarreglum í íslensku þegar stofn orðsins hefur "jó" breytist það í ypsilon. Sýnir væri þess vegna skrifað með "ý".

Ekki láta þetta koma fyrir aftur.

Ragnar.

raggi (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Birkir Vagn Ómarsson

Hmmm,... ég get ekki séð þetta sem þú ert að tala um þarna Raggi:) É g get ekki séð annað en ég skrifi þetta rétt...

En já Brynja við erum sammála um svo margt.. Þér er samt líka velkomið að kommenta þegar þú ert ósammála mér í einhverju:)

Og þið bræður þarna, Pálmar og Baldur.. Þið hrofið á þessa þætti, bara þorið ekki að viðurkenna það:) Baldur ég veit að þú ert með plaggat af Kalla Bjarna uppi á vegg í herberginu þínu!!

Birkir Vagn Ómarsson, 5.3.2007 kl. 09:39

5 Smámynd: Birkir Vagn Ómarsson

Haha, reyndar er það þannig Pálli minn að Halla hefur valdið mér vonbrigðum í þessum þáttum:( En já Baldur er skrítinn gaur.. ég var búinn að heyra þessa hagkaupsbæklingasögu líka:)

Birkir Vagn Ómarsson, 5.3.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband