10.4.2007 | 12:26
Páskarnir
Jæja þá er maður kominn heim frá Húsavík og það kom ekki á óvart þegar ég renndi inn fyrir borgarmörkin að það var rigning. Það þarf líklega ekkert að taka það fram hérna að þegar ég keyrði út fyrir bæjarmörk húsavíkur þá var sól og 8 stiga hiti þar:) Alltaf sól á Húsavík...
En ég skellti mér á tónleika með Ljótu hálfvitunum á Bauknum og það var algjör snilld. Ég hélt að ég mundi míga á mig þegar að Sævar fór að lýsa fótboltaleiknum í Allir í gallana. ,,hvað gerir Bjarni, hvað gerir hann Bjarni??? Hann vinnur á lyftara!! Já alveg rétt, hann vinnur á lyftara" :) Hehe !! Ég vill benda þeim sem vilja skoða þessa hálvita geta gert það á www.ljotuhalfvitarnir.is .. Ég mæli eindregið með þessum snillingum!!! Húsavík var svipuð samt. Sama fólkið sótað á Bauknum og svo náttulega alveg sama fólkið í sundi og hefur verið síðustu 5 árin. Geiri Kidda, mamma, Bjössi Sig, Afi Maggi og fleiri. Ég dró Dagný með mér á Greifaball á Hótelinu og ég get sagt það að ég skemmti mér alveg konunglega þó svo að ég verði að segja að Greifarnir hafa ekki elst vel. Þeir voru frekar slappir en björguðu sér með að taka lög eins og Draumadrottningin og Frystikistulagið:)
Ég var beðinn um að segja það af hverju mér finnist plastklósettsetur betri en þessar postulínsetur sem eru að riðja sér til rúms. Aðal ástæðan fyrir því að mér finnst plastseturnar betri er sú að þær verða aldrei jafn kaldar og postulínið. Það er óþolandi að setjast á ískalt postulínið. Plastseturnar eru einni mýkri og svo eru þær einnig hentugri í laginu en hinar. Þetta er svona aðal ástæður þess að plast klósettsetur eru bestar. Svo að Erling, ég mundi spara mér peninginn og eiga þessa plastsetu, ég hef prófað að setjast á hana hjá þér og hún er helvíti góð bara. :)
Um bloggið
Vagninn bloggar
Tenglar
Bloggarar
Skemmtileg blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.