21.3.2007 | 14:02
Sælar
Það er best að ég hendi einni færslu hérna inn en ég ætla að þakka brasilísku vændiskonunni sem hefur verið að sjá um íslenska karlmenn á hinu umrædda Hótel Sögu fyrir það. Ég fæ annars slagið DV frá einum góðum manni hér í bæ og fæ þá að lesa það daglega sem er alveg ágætt. Ég var reyndar hrifnari af DV þegar það kom bara út á Föstudögum en það er annað mál.
Okey nú er vændi bannað á Íslandi með lögum og ef menn eru að gera út vændiskonur, svokallaðir "raðdólgar" (nýyrði sem kom DV með í dag) þá meiga menn búast við 4 ára fangelsi, sem mér finnst í lagi. Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekkert af hverju vændi er ekki bara leyfilegt á Íslandi. Ég er á þeirri skoðun að það eigi ekkert að vera bannað sem ekki getur gert öðrum mein. Þ.e. menn verða að ákveða sjálfir hvað þeir gera við sín líf. T.d. finnst mér að menn eigi að fá að ráða hvort þeir noti öryggisbelti í bíl, menn eiga að ráða því hvort þeir noti eiturlyf og menn ráða hvort þeir fái borgað fyrir að ríða. Það er til fullt af konum sem finnst bara gaman að stunda kynlíf og mér finnst ekkert að því að þær seu að fá borgað fyrir það. Ég mundi nú reyndar ekki fara niðrí bæ og kaupa mér hóru ef þær væru í boði en ég held að það séu fullt af mönnum sem að mundu nýta sér þessa þjónustu. Ég er reyndar alveg á þeirri skoðun að konurnar sem að væru þá að stunda þetta mundu þurfa að fá borgað sjálfar, ég er ekki að tala með því að einhverjir karlar út í bæ séu að gera þær út... Svo eru menn að loka erótískum nuddstofum og svona, það finst mér alveg fráleitt. Ef það væri þannig að menn fengju bara að gera það sem þeir vilja við sitt líf án þess að skaða aðra þá mundi löggan líka hafa nægan tíma til að vera að handtaka þá sem eru að gera öðrum óleik!!
Það sem ég sá líka í DV var að annaðkvöld eru undanmúrslit í keppninni um fyndnasta mann landsins. Gillzenegger og Eyvindur Karls eru að keppa ásamt fleirum og útiloka ég ekki að mæta þar sem að það hefur verið stríð þeirra á milli sem var gríðarlega fyndið á sínum tíma:)
later
Um bloggið
Vagninn bloggar
Tenglar
Bloggarar
Skemmtileg blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þess vegna finnst mér að þeir sem ánetjast fíkniefnum og vilja fara í meðferð fá meðferðina borgaða einu sinni og ef það gengur ekki þá geta þeir bara borgað sína meðferð úr eigin vasa!! Menn slasast í bílslysum hvort sem þeir eru í beltum eða ekki, menn deyja frekar ef þeir nota ekki belti og því sé ég ekki að þetta ætti að vera mikil eyðsla fyrir ríkið... Eins og þú sagðir svo skemmtilega, þegar að bíllinn minn fór að píbba af því þú fórst eklki í beltið frændi!
Birkir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:47
Þetta er svo vitlaust!!! Menn deyja hugsanlega frekar ef þeir nota ekki bílbelti, en þeir sem deyja ekki slasast mun meira en þeir hefðu gert án belta! Þar kemur inn gríðarlegur kostnaður. Svo ekki sé talað um þá sem eru með í bílnum og eru í belti. Þeir slasast hugsanlega af því að flónið sem var ekki í belti kastast út um allan bíl.
Í þokkabót þá er vændi ekki bannað á Íslandi. Með nýlegri lagabreytingu þá er ekki ólöglegt að taka við greiðslu fyrir kynlíf og ekki ólöglegt að borga fyrir kynlíf. Eingöngu er ólöglegt að vera milligöngumaður og hagnast af því (pimp).
Andri Valur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:30
Gæti ekki verið meira óssammála þér kæri mágur... Ég vil að þeir sem mér þykir vænt um noti bílbelti maður þarf líka að hugsa um aðra en sjálfan sig... með fíkniefnin guð hjálpi þér! Hvernig helduru að það yrði ef allir fengu að stjórna því.. get ekki einu sinni hugsað til þess. Klárlega myndu mikið fleiri neyta þeirra! ..og vændið ok gef þér pínu sjens á því!
Lady-Dee, 23.3.2007 kl. 10:49
Neinei... Það er það sem ég skrifaði, að menn réðu hvað þeir gerðu svo lengi sem það skaðaði ekki aðra, og því verða menn að nmota belti ef að þeir eru með fullan bíl af fólki. Ég viðurkenni það að fólk á það á hættu að slasast meira ef það er ekki í beltum og það mundi vera meiri kosnaður við að sinna því slasaða fólki sem mundi lenda í þeim leiðindum. Gott að fá að vita að það sé búið að leyfa vændi:) Mér finnst það vera lykilatriði.. hehehe..
Dögg, ég er einmitt á því að ef að það væri bara í höndunum á fólki hvort það mundi neyta fíkniefna eða ekki þá væri bæði hægt að fylgjast betur með fíkniefnunum og ég held að það mundu ekki fleiri byrja að nota fíkniefni ef það vara "leyft". Ég meina nú er talið skaðlegra að reykja Winston heldur en marijuana. Af hverju eru sígarettur leyfðar?
Mér finnst að maður eigi að ráða hvað maður gerir við sitt líf. Hvernig sem maður hugsar. Ef maður er ekki þeimur sjálfselskari þá náttulega notar maður belti af tilitsemi við þá sem standa manni næst. Annars á maður bara að fá að ráða því!
Birkir Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.