27.2.2007 | 15:19
Feitur fyrrverandi fótboltamaður
Já nú er maður farinn af stað í boltanum, er farinn að æfa á fullu með Fjölni en það er reyndar soltið síðan ég byrjaði en samt þá er lít ég á það sem svo að ég sé ný byrjaður. Maður er nefnilega kominn svona í þyngri kantinn, mundi segja að ég væri svona 7 kílóum of þungur:s En nú er megrunin hafin og vonandi á hún eftir að ganga vel og ég á eftir að þora að fara í sund aftur. Ég er nefnilega ekki til í að vera að fara í sund og vera maðurinn sem ég hef altaf hneykslast á að hann fari í sund en skuli ekki bara vera heima hjá sér í kraftgalla á hlaupabretti til að brenna sem flestum hitaeiningum:) Ég er einmitt þessi maður sem ætti að vera í kraftgallanum núna þessa daganna... hehe.. En já, ég fór einmitt í Fífuna á laugardagskvöldið til að keppa á Byko mótinu í fótbolta á því móti gat ég ekki hætt að hugsa sömu hugsunina og hún var ,,ég er 25 ára og er feitur, fyrrverandi, fótboltamaður" :( Svo að ég talaði við Ása Arnars og við settum á aukaæfingar fyrir mig og svo er bara að bíða og sjá:)
En að lokum vill ég þakka Hoffu systur mömmu en hún er einmitt mamma Heiðars Inga, fyrir að svo gott sem eyðileggja fyrir mér sunnudagskvöldið síðasta með því að bjóða okkur Heiðari á Dagur vonar í Borgarleikhúsinu.. Takk fyrir og bingo þetta var agalega leiðinlegt verk. Djöfull er þetta samt svona týpískt leikrit sem gagnsrýnendur lofa í hástert en þeir eru líka flestir þroskaheftir!!
later
Um bloggið
Vagninn bloggar
Tenglar
Bloggarar
Skemmtileg blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni! Þú er akfeitur. Feitari en þú varst á Friday's um daginn:) hahaha
Andri Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.