24.1.2007 | 14:39
2. í kókbanni
Þá er kominn miðvikudagur og ég finn það vel á líkamsstarseminni minni að ég er ekki búinn að fá kók frá því á mánudaginn:S Ég er nefnilega í svokölluðu átaki og það felst m.a. í því að hætta/minnka það að drekka kók. Eða svo ég hljómi nú eins og reykingamaður sem er "hættur" að reykja en fær sér bara smók þegar hann/hún fær sér í glas. Þá má segja að ég fái mér bara kók, þegar mér er boðið uppá kók, s.s. ég er hættur að kaupa mér kók:) En vatnið hefur tekið völdin hjá mér og kann ég því vel. Ég ætla að reyna að þrauka eins lengi og ég mögulega get án þess að fá mér kók en mér finst ég vera að bregðast æskuvini mínum með því að hætta að drekka kók því að eins og flestir sem þekkja mig vita þá hef ég nú drukkið nokkra lítra þessi næstum 25 ár sem ég hef lifað. Ég get nú kanski nefnt smá tölur hérna sem eru náttulega ekki alveg heilagar en svona allt að því réttar. Ef ég tel bara árin frá því í 8.bekk en það er einmitt það ár sem að ég tel að kókdrykkjan hafi byrjað af alvöru. Látum okkur nú sjá.
Ég get sagt það með fullri samvisku að lítrarnir sem ég hef drukkið að meðaltali í þessi 11 ár eru tveir lítrar á dag. Stundum hef ég drukkið minna en það og stundum meira. Þetta eru 11 ár og þar með eru þetta 4015 dagar. Þetta segir mér það einfaldlega að lítrarnir sem ég hef látið ofan í mig þessi 11 ár eru 8030 talsins. Þetta er náttulega ekki eðlilega mikið magn af þessum óholla en frábæra drykk. Steinunn matreiðslukennari sagði mér einu sinni að það væru 26 sykurmolar (ekki Björk þó) í hálfum líter af kók. Talan sem ég fæ út þegar ég reikna hvað þessir 8030 lítrar innihalda marga sykurmola er átakanaleg svo ekki sé meira sagt. Þessi 11 ár sem að ég er bara að taka fyrir hérna hef ég drukkið 417560 sykurmola með góðri list. Það er því ekki nema von að maður sé aðeins farinn að bæta á sig þar sem að sykur hefur áhrif á vaxtarlagið eins og stendur á gulhvíta skyltinu í sundlauginni á Húsavík. Þetta eru s.s. tímamót í mínu lífi eins og gefur að skilja. Langaði bara að deila þessu ástandi með ykkur:)
svo líður að því að ég eigi afmæli og þá verður kátt á hjalla:)
I´m out
Um bloggið
Vagninn bloggar
Tenglar
Bloggarar
Skemmtileg blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko Birkir, þú ert ekki að minnka að drekka kóka heldur að HÆTTA að drekka kók eða réttara sagt GOS yfir höfuð svo þú verður að fara að skilja það að appelsín er ekki heldur í boði!!! (færð séns í afmælinu þínu). Og svo ojjjjjj...... pælu í viðjóði drengur!!!! Ef ég væri þú þá gæti ég ekki hugsað mér að fá mér svo mikið sem einn sopa af kóki í viðbót!!!
Dagný (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:09
Já ég er svona allavega að minnka kókdrykkjuna, ég er búinn að játa mig sigraðan í að reyna að hætta því:) hehe þannig er það bara...
Birkir Vagn Ómarsson, 24.1.2007 kl. 15:58
Neibb... það er sko ekkert bara þannig! Ég játa mig ekki sigraða í að láta þig hæta að drekka kók;) hehe....
Dagný (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:26
Djöfulsins Pólverjadruslur i dag!!
Gústi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.