Páskarnir

Jæja þá er maður kominn heim frá Húsavík og það kom ekki á óvart þegar ég renndi inn fyrir borgarmörkin að það var rigning. Það þarf líklega ekkert að taka það fram hérna að þegar ég keyrði út fyrir bæjarmörk húsavíkur þá var sól og 8 stiga hiti þar:) Alltaf sól á Húsavík...

En ég skellti mér á tónleika með Ljótu hálfvitunum á Bauknum og það var algjör snilld. Ég hélt að ég mundi míga á mig þegar að Sævar fór að lýsa fótboltaleiknum í Allir í gallana. ,,hvað gerir Bjarni, hvað gerir hann Bjarni??? Hann vinnur á lyftara!! Já alveg rétt, hann vinnur á lyftara" :) Hehe !! Ég vill benda þeim sem vilja skoða þessa hálvita geta gert það á www.ljotuhalfvitarnir.is .. Ég mæli eindregið með þessum snillingum!!! Húsavík var svipuð samt. Sama fólkið sótað á Bauknum og svo náttulega alveg sama fólkið í sundi og hefur verið síðustu 5 árin. Geiri Kidda, mamma, Bjössi Sig, Afi Maggi og fleiri. Ég dró Dagný með mér á Greifaball á Hótelinu og ég get sagt það að ég skemmti mér alveg konunglega þó svo að ég verði að segja að Greifarnir hafa ekki elst vel. Þeir voru frekar slappir en björguðu sér með að taka lög eins og Draumadrottningin og Frystikistulagið:) 

Ég var beðinn um að segja það af hverju mér finnist plastklósettsetur betri en þessar postulínsetur sem eru að riðja sér til rúms. Aðal ástæðan fyrir því að mér finnst plastseturnar betri er sú að þær verða aldrei jafn kaldar og postulínið. Það er óþolandi að setjast á ískalt postulínið. Plastseturnar eru einni mýkri og svo eru þær einnig hentugri í laginu en hinar. Þetta er svona aðal ástæður þess að plast klósettsetur eru bestar. Svo að Erling, ég mundi spara mér peninginn og eiga þessa plastsetu, ég hef prófað að setjast á hana hjá þér og hún er helvíti góð bara. :) 


Klósettsetur

Ég hef unnið á nokkrum stöðum í gegnum og sumir þeirra betri en aðrir. Það er margt sem maður tekur inn í þegar að dæmt er um hvort að vinnustaður sé góður eða ekki. Það sem fremst er í flokki er náttulega hvort að vinnan sé skemmtileg eða ekki, þar næst kemur vinnutíminn og svo launin:) Sumir taka fjarlægð frá heimili með í reikninginn og svo hvort að starfið passi við það sem að viðkomandi er að vinna við. Ég hef nú oftar en ekki tekið skemmtanagildið fram yfir annað en það er eitt sem ég prófa altaf þegar ég byrja á nýjum vinnustað og það eru klósettin. Ég man þegar ég var að vinna í ESSO heima á Húsavík þá var klósettið þar náttulega í hæsta gæðaflokki. Það var svona bak við alla mannaumferð og var bara eitt og sér en ekki með svona skilrúmi sem að nær ekki upp í loft og niður í gólf. Svo má náttulega ekki gleyma því að setan var úr plasti en ekki postulíni eins og flest klósett í dag. Það er svo mikið lykilatriði að hafa plast klósettsetu, maður pælir bara ekki svo oft í því. Klósettið hér í BYKO er mjög gott. Plastsetan, einangrunin, eðal pappírinn og góður varminn þar inni gera þetta klósett að einu af mínum uppáhalds!

3 Bestu klósettin að mínu mati:

  1. Fylgsnið í ESSO
  2. Byko klósettið
  3. Klóstið í Rækjunni (þegar maður var með útvarp á hausnum)

En svo er það X-Factorinn í kvöld. Ég vona að HARA detti út en ég held að ég sé ansi hræddur um að GÍS fari heim í kvöld:( Ég er búinn að skoða hvaða lög flytjendur taka í kvöld og mér lýst bara vel á það allt saman... Sjáum til hvernig þetta fer.. ég er búin í vinnunni:)

later


Sælar

Það er best að ég hendi einni færslu hérna inn en ég ætla að þakka brasilísku vændiskonunni sem hefur verið að sjá um íslenska karlmenn á hinu umrædda Hótel Sögu fyrir það. Ég fæ annars slagið DV frá einum góðum manni hér í bæ og fæ þá að lesa það daglega sem er alveg ágætt. Ég var reyndar hrifnari af DV þegar það kom bara út á Föstudögum en það er annað mál.

Okey nú er vændi bannað á Íslandi með lögum og ef menn eru að gera út vændiskonur, svokallaðir "raðdólgar" (nýyrði sem kom DV með í dag) þá meiga menn búast við 4 ára fangelsi, sem mér finnst í lagi. Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekkert af hverju vændi er ekki bara leyfilegt á Íslandi. Ég er á þeirri skoðun að það eigi ekkert að vera bannað sem ekki getur gert öðrum mein. Þ.e. menn verða að ákveða sjálfir hvað þeir gera við sín líf. T.d. finnst mér að menn eigi að fá að ráða hvort þeir noti öryggisbelti í bíl, menn eiga að ráða því hvort þeir noti eiturlyf og menn ráða hvort þeir fái borgað fyrir að ríða. Það er til fullt af konum sem finnst bara gaman að stunda kynlíf og mér finnst ekkert að því að þær seu að fá borgað fyrir það. Ég mundi nú reyndar ekki fara niðrí bæ og kaupa mér hóru ef þær væru í boði en ég held að það séu fullt af mönnum sem að mundu nýta sér þessa þjónustu. Ég er reyndar alveg á þeirri skoðun að konurnar sem að væru þá að stunda þetta mundu þurfa að fá borgað sjálfar, ég er ekki að tala með því að einhverjir karlar út í bæ séu að gera þær út... Svo eru menn að loka erótískum nuddstofum og svona, það finst mér alveg fráleitt. Ef það væri þannig að menn fengju bara að gera það sem þeir vilja við sitt líf án þess að skaða aðra þá mundi löggan líka hafa nægan tíma til að vera að handtaka þá sem eru að gera öðrum óleik!!

Það sem ég sá líka í DV var að annaðkvöld eru undanmúrslit í keppninni um fyndnasta mann landsins. Gillzenegger og Eyvindur Karls eru að keppa ásamt fleirum og útiloka ég ekki að mæta þar sem að það hefur verið stríð þeirra á milli sem var gríðarlega fyndið á sínum tíma:)

later


Skaufann upp í sig

Ég er mættur í vinnuna og ég byrja yfirleitt á því að fara og lesa Fréttablaðið. Altaf gaman að lesa það sem Mókurinn er að skrifa þar og svona. Ég ákvað að taka það sem ég stoppaði svona helst við og segja hvað mér finnst um það:)

Ok ég las nánast allt Fréttablaðið og það var "léttmetið" sem að var hvað mest krassandi. Ég stoppaði snarlega á síðu 2 þar sem er mynd af stelpu sem heitir Anna Nicole og var ein af "keppendum" í Hawian tropic keppninni sem var haldin á laugardaginn. Þannig er mál með vexti og vaxtavexti að stelpurnar áttu að hanna bikini með íslensku þema og þessi Anna hannaði búning sem var með íslenska fánanum á. Þetta fer víst fyrir brjóstið á sumum sem mér finnst alveg óskljanlegt. Ég mundi allavega borga sektina fyrir hana ef hún bæði mig um það:) hehe

Ég skrollaði lengra og snarstoppaði á síðu 4 þar sem að 74 ára gamall karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi þar af 12 mánuði skilorðsbundið fyrir að misnota 10 ára sonardóttur sína en hann gerði það svona annarslagið í 2 ár. Þetta finnst mér alveg ótrúlega slakt en samt kannski lítið hægt að gera við 74 ára gamlan mann. En þá er mér spurt, má maður gera allt þegar maður er orðinn gamall bara af því að maður er of gamall til að fara í fangelsi? hmmm.. Reyndar heldur sá gamli því fram að stelpan hafi ekkert verið á móti þessu. Ok, hver er ekki á móti því að afi sinn sé búinn að parkera í bílskúrinn hjá sér með hann "beinstífann" og uppfullan af viagra og hann jafnvel sveittur og svona, jú stelpan hefur pottþétt verið að fýla þetta í tætlur og farið svo að horfa á Með afa á Stöð 2. Það ætti náttulega bara að dæma hann í fangelsi fyrir að láta svona út út sér. En það sem er skrítið við þennan dóm er að maður sem að nefbraut tvo menn fékk 6 mánaða dóm fyrir það. Ekk meira um þetta.

Svo er Hrannar frændi á næstu síðu en hann er upplýsingarfulltrúi Alcan. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að það er ekkert vit í öðru en að stækka þetta álver. Menn eiga ekkert að þurfa að ræða það neitt frekar. Áfram frændi!

Svo fattaði ég ekki alveg eina auglýsingu þar sem konum er óskað til hamingju með daginn en ég veit ekki hvaða dagur það er sem er svona merkilegur. Það sem ég tók eftir er að auglýsingin er bleik. Það er væntanlega út af því að bleikur er "stelpulitur". Ég hef aldrei skilið jafnréttið í því að geta eignað sér einhvern lit. Mér finnst að það þurfi að stoppa þennan hugsunarhátt strax. Skora á feministafélag íslands að taka þetta mál fyrir.

Ein ómerkilegasta frétt sem ég hef lesið er á síðu 32 en hún fjallar um að leikkonunni Unni Ösp finnst besta stund dagsins vera þegar hún fær sér morgunkaffi. Hvað með það??

Á einni síðunni eru Bnadaríkjamenn að reyna að finna ástæðu fyrir offitu. Þeir vilja tengja það saman að stelpur sem eru bráðþroska verða frekar feitar en aðrar. Ég held að skýringin sé einföld á þessari offitu (og er ég offitusjúklingur sjálfur), skýringin er sú að maður drekkur ekki sjeik með McDonalds, ef maður gerir það þá verður maður offitusjúklingur.

Svo var komið að kafla í Fréttablaðinu sem heitir Fólk. Þar er verið að fjalla um Britney vinkonu mína en hún á erfitt þessa daganna og ég vorkenni henni bara greyjinu. Þar er líka verið að tala um að Ingibjörg Sólrún hefur reykt hass og það finnst mér fyndið. Svo ljúga Steingrímur J, Guðjón Arnar og Jón Sigurðsson þegar þeir segjast ekki vita hvað BDSM sé. Strákar þið vitið alveg hvað það er og það er ekkert að því að vita það, væri spurningarmerki ef þið væruð að stunda það, sem ég held reyndar að Guðjón Arnar sé að gera, ég bíð spenntur eftir fyrirsögninni, Guðjón Arnar: Pungsveittur með klemmur í kóngnum.

Í íþróttum er fjallað um íslenska kvennalandsliðið í fótbolta og er mynd af draumadrottningunni hans Andra þar að sjálfsögðu enda hún svo lang best á íslandi í fótbolta. Eða eins og Hemmi Gunn orðaði vel við hana þegar hún kom í þáttinn hans "Margrét, þú ert það góð að þú gætir NÆSTUM því bara verið að keppa með strákunum" :) hahaha er Hemmi orðinn og gamall? En ég mundi reyndar alveg vilja dekka hana:) hehe, eða nei þá mundi Andri brjálast.

Og svo síðasta sem ég las og varð alveg brjálaður þegar ég las. Fermingarblað Smáralindar er komið út. Framan á því er mynd af sætri stelpu sem að er í fínum fötum og er að teygja sig eftir bangsa. En þá skítur upp kollinum einhver kerlingarbeygla sem vill meina það að þarna sé Smáralind með klámfengnar hugsanir. Þessi kerling er þroskaheft í hausnum sínum. Stelpan er s.s. að beygja sig en þar finnst þessari kerlingu, stelpan vera að biðja um að fá hann grjótharðann aftan í sig. Stelpan er með opinn munninn en það er vegna þess að hún vill fá skaufann á lesandanum upp í sig segir þessi kerlingarbeygla. Hvað er málið með þetta lið, vantar ekki einhvern ljótann gaur til að fara bara á þetta feministalið og sýna þeim hvar Davíð keypti ölið, eða fá Árna Loga til að eitra fyrir því!! 

Ég ætla að byrja á því í fimmtudögum að útnefna hetju vikunnar og asna vikunnar.

Hetja mánaðarins mun vera Kristján Breiðfjörð en hann bjargaði stelpu frá því að vera nauðgað í húsasundi í miðbænum:) Góður Breiði.
Asni vikunnar  er Guðbjörg Hildur Kolbeins en það er kerlinginn sem ég er að tala um hérna að ofan.

Löng færsla kanski, sorry Heiðar Ingi
 

 

 


Helgin búin

Já þá er helgin búin og ný vinnuvika hafin sem er í sjálfu sér ágætt:) Þó að ég viðurkenni það fúslega að þegar klukkan hringdi í morgun þá var það frekar freistandi að sofa lengur.. En þessi vika leggst bara vel í mig enda er ekki annað hægt.. Höfum verið að tala um það ég og Andri Valur að hafa hitting á laugardaginn þar sem það hefur ekki verið hittingur á þessu ári sem er glórulaust:(

Það hefur náttulega frekar margt gerst innin matarklúbbsins það sem af er árinu og menn þurfa náttulega að koma saman og spjalla aðeins um það og fá sér smá bjór með:) Ég og Andri erum ákveðnir í að hittast allavega og vonandi komið þið hinir líka!!

Svo er það á dagskránni að fara á herrakvöld Völsungs sem er um þar næstu helgi og ég held að það verða alveg snilld!! Hlakka mikið til að fara... Eru einhverjir menn sem vilja koma með okkur Andra?


Gylfi

Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég alveg rosalegur þegar kemur að idolinu og nú þessa daganna X-factornum.. Ég sest altaf fyrir framan imbann á föstudögum og glápi á þessa þætti með mikilli innlifum og finnst mér það bara gaman:) Í gær fóru fram 7 manna/liða úrslit og það er óhætt að segja að það er alveg farið að sjá hvaða fólk er þarna af því að það kann að syngja og hvaða maður er þarna af því að hann á heima á Akureyri (skítapleis)...

Hara stelpurnar byrjuðu í gær en þær hafa þann eiginleika að fara alveg ótrúlega mikið í taugarnar á mér.. Þær tóku lag með Madonnu sem er geysigott lag en þær gerðu eins og þær hafa gert í öllum þáttunum, þ.e. þær tóku lag og settu það í svona semi sven ingvars stíl. Ég er kominn með nóg af því.

Svo kom að því að Gylfi steig á svið, (viðkvæmir hættið að lesa hér).. Hann tók Ástin dugir (að eilífu) sem að Páll Óskar gerði "vinsælt" fyrir einhverjum árum. Okey, vill benda Akureyringum á það að keppnin endaði hjá ykkur þegar þið kusuð Gylfa í staðinn fyrir Sigga. Og ég vill benda þeim sem eru að kjósa Gylffa hvað eftir annað á það að þið eruð ekki að gera honum neinn greiða með að kjósa hann, þið eruð eiginlega bara að gera grín af honum ásamt öllum þeim sem hafa eitthvað við söng eða tónlist! Hann er það slappur að í laginu í gær bað hann áhorfendur að klappa með en hann gat ekki einu sinni klappað í takt við lagið:) Hvað er það?? En já það er allt lélegt við hann, hann syngur eins og hann sé nýsloppinn út af sólheimum og hann hreyfir sig eins og Gosi mundi gera ef að hann væri ekki með neina spotta í sér. Ótrúlegt að hann sé ekki löngu dottinn út:( Sýnir líka hvað Akureyringar eru heimskir, að senda Sigga heim og halda þessum Gylfa Ægis þarna inni!

Svo kom Alan. Besta frammistaða kvöldsins í gær og ég fékk hvað eftir annað gæsahúð. Hann tók lag eftir Stevie Wonder sem ég man ekki hvað heitir. Hann söng það að mínu mati óaðfinnanlega og hann er svona eini keppandinn held ég sem mundi selja einhverjar plötur þegar keppninni líkur, ásamt Jógvan. En já eins og ég segji, komiði með hvítan mann og látið hann syngja jafn vel og svartur maður, það er ekki hægt:) Ég kaus hann einmitt í gær en allt kom fyrir ekki, hann var sendur heim!! Heimskulegt

Svo kom að mig minnir hún Guðbjörg. Hún er 16 ára að ég held og henni fannst réttast að sína fólkinu heima í stofu upp í klofið á sér þar sem hún sat á stól í stuttum kjól og fæturnar glenntar sundur, vill einhver kenna henni kvenmannssiði fyrir næsta þátt!! :) En hún var frekar slöpp bara fannst mér. Hefði getað verið í 2 neðstu sætunum allavega.

Ég er alveg búinn að missa röðina á þessu en Jógvan var solid í gær. Tók vertigo með U2 og gerði það vel, ég held með honum í þessari keppni:)

Inga má fara að drífa sig heim. Hún getur ekkert sungið og svo mundi náttulega enginn kaupa disk með henni nema þá kanski Pálmi Rafn. Hún hefur eldra fólkið með sér og það kýs hana. Ég vona að hún fari að detta út, samt á eftir Gylfa!

Svo enduðu GÍS þáttinn í gær með lagi með Bon Jovi. Ég veit það ekki en ég mundi vilja sjá Írisi hans Gunnars Óla taka þátt ein bara. Þessi sem er með henni er soltið að eyðileggja fyrir henni. Hún er samt góð sko en Íris er náttulega suddalega góð og menn eru soltið að einblína á það að Guðbjörg sé 16 ára en ef ég man rétt þá er Íris bara nokkrum mánuðum eldri en hún, samt ekki fædd sama ár svo að. En þær voru geðveikar í gær og ég held soltið með þeim:)

En þegar upp er staðið þá er staðan sú að ég hætti að horfa á þennan þátt ef að Gylfi dettur ekki út næst!! Þannig er það bara:) Það sást á dómurunum í gær að þeir eru komnir með nóg af þessari vitleysu!!


Feitur fyrrverandi fótboltamaður

Já nú er maður farinn af stað í boltanum, er farinn að æfa á fullu með Fjölni en það er reyndar soltið síðan ég byrjaði en samt þá er lít ég á það sem svo að ég sé ný byrjaður. Maður er nefnilega kominn svona í þyngri kantinn, mundi segja að ég væri svona 7 kílóum of þungur:s En nú er megrunin hafin og vonandi á hún eftir að ganga vel og ég á eftir að þora að fara í sund aftur. Ég er nefnilega ekki til í að vera að fara í sund og vera maðurinn sem ég hef altaf hneykslast á að hann fari í sund en skuli ekki bara vera heima hjá sér í kraftgalla á hlaupabretti til að brenna sem flestum hitaeiningum:) Ég er einmitt þessi maður sem ætti að vera í kraftgallanum núna þessa daganna... hehe.. En já, ég fór einmitt í Fífuna á laugardagskvöldið til að keppa á Byko mótinu í fótbolta á því móti gat ég ekki hætt að hugsa sömu hugsunina og hún var ,,ég er 25 ára og er feitur, fyrrverandi, fótboltamaður" :( Svo að ég talaði við Ása Arnars og við settum á aukaæfingar fyrir mig og svo er bara að bíða og sjá:)

En að lokum vill ég þakka Hoffu systur mömmu en hún er einmitt mamma Heiðars Inga, fyrir að svo gott sem eyðileggja fyrir mér sunnudagskvöldið síðasta með því að bjóða okkur Heiðari á Dagur vonar í Borgarleikhúsinu.. Takk fyrir og bingo þetta var agalega leiðinlegt verk. Djöfull er þetta samt svona týpískt leikrit sem gagnsrýnendur lofa í hástert en þeir eru líka flestir þroskaheftir!!

later


óheppinn!

Talandi um að ræna rangan mann:) Minnir mig á þegar að Elías Frímann kom til borgar óttans frá Húsavík og ætlaði að fara út á lífið.. Var á rölti við tjörnina þegar að tveir gaurar ætluðu að ræna hann. Ok það er eitthvað sem maður gerir ekki nema maður heitir Jón Páll og árið 1988 sé. En það fór ekki betur en svo að Elías lumbraði vel á þeim báðum og fór svo á djammið:) Þeir s.s. völdu rangann mann til að ræna og á kolröngum tíma.. En það er eitt á hreinu að það að ræna einhvern landgönguliða er ekki það gáfulegasta sem að maður gerir og því fékk þessi greyjið þjófur að kinnast með þessum hætti, hálsbrotinn bara!! Usss ég veit það að ef ég reyni að ræna einhvern einhvetímann þá verður það einhver gamlingi, þeir eru altaf með seðlana í búntum, kunna ekkert að nota kort:) hehe

En djöfull er ég reiður út í feminista.. Held að ég kjósi þann flokk í næstu kosningum sem að verður fyrstur til að koma með mann sem er hlyntur þessari ráðstefnu:) Veðja allavega á það að það verði ekki Samylkingarmenn eða V-grænir, óþolandi pakk :) 


mbl.is Ferðamaður hálsbraut þjóf á Costa Rica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að losa sig við Bellamy?

Ég yrði svo alls ekki sáttur við það ef að Liverpool losuðu sig við Bellamy. Ég er Liverpool maður og ég hef mjög gaman af Bellamy, það ætti frekar að fara að losa sig við þann rauðhærða, Riise. Hann er kominn á síðasta séns hjá mér þar sem hann að mínu mati hefur ekki getað blautann í vetur:) Hann gæti kanski farið að einbeita sér að því að senda sms.. Ég verð hins vegar að viðurkenna það að það er eldfimt að hafa Pennant, Bellamy og Guð í sama liði en þeir eiga það allir sameyginlegt að vera gríðarlega svalir!!

Baldur Mývetningur og Riise eru samt alveg eins :) Gaman að því


mbl.is Benítez sagður hafa sektað 15 leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg að gerast:)

jæja þá er kominn föstudagur og svona flestir að ljúka vinnuvikunni sinni en ekki vinnuþjarkurinn ÉG! Æji já maður er farinn að vinna á laugardögum og svona, en þannig er það bara, sumir eru duglegari en aðrir:) hehe !

En já það er að koma helgi og sumir farnir að undirbúa sig undir helgina en undirbúningurinn er ekki eins hjá öllum. T.d. ef að eitthvað stendur til hjá mér þá á ég það til að kaupa mér einhver föt fyrir helgina eða eitthvað slíkt. Sumir slappa bara af um helgina og undirbúa sig ekkert. Margir fara í ljós til að vera brúnir á djamminu, aðrir fara og taka vel á því í ræktinni til að gera byssurnar klárar, aðrir fara í FÓTAAÐGERÐ! Já það er margt sem að menn gera til að undirbúa sig fyrir helgar:) Ég var einmitt að tala við hann Andra Val vin minn núna fyrir hálftíma síðan en Andri hefur verið svona metrómaður sem á eftir að blómstra, koma út úr skápnum. Hann hefur nokkrum sinnum komið út úr skápnum en laumast svo aftur inn í hann þegar vissir menn eru nálægt en eins og ég hef sagt þá meiga ekki allir vita það ef að andri fer í ljós eða stígur viltan dans á Solon eða Oliver. Andri var nefnilega svona gaur sem að fór ekki á ball til að dansa eða skemmta sér heldur til að SLÁST. Ég er búinn að þekkja Andra frá því að hann byrjaði aftur að æfa fótbolta 2001 minnir mig en ég man vel eftir honum í barnaskóla þegar hann var altaf að lemja mig þegar ég var aðeins að stríða honum... Var yfirleitt óverðskuldað:) En Andri er breittur maður og ég mundi segja að af mínum vinum væri hann að taka forustuna í metróstiganum. Ég var að lesa síðuna hans Alla jesú og sá þar að hann, Kristinn og Jói Hermanns eru að  metast um það hver er mesti þungarokkarinn og gefa sér svokölluð ÞR Stig:) Ég veit ekki alveg hvort ég nenni að vera að fara svo náið út í þetta. En það er allt í lagi að taka smá úttekt á honum Andra hérna og stikla á stóru í sögunni:). Ég man þegar að ég var altaf að rífast við Andra þegar við vorum í Völsung um það að ég kom kanski í hlýrabol til að vera í innanundir treyjuna á æfingu, þetta fannst Andra alveg fráleitt og sagði mér að strákar ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að klæðast hlýrabol, svo áður en ég veit af þá hef ég séð Andra klæðast sirka 6 mismunandi hlýrabolum. Andri gekk ALTAF með derhúfu hér í den en núna má telja daga ársins á annari hendi sem hann hefur verið með derhúfu (metrótýpur ganga ekki með derhúfu). Andri er farinn að fara á hárgreiðslustofur og þegar hann sest í stólinn þá segir hann nákvæmlega hvernig klippingu hann vill fá og ef hann væri ekki í skóla mundi hann fá sér strípur pottþétt, þetta þurfti hann ekki að gera í den þar sem að hann var altaf með Chicago Bulls derhúfuna sína:). Það sem Andri er farinn að gera í ríkari mæli er að hann er farinn að ganga í merkjafötum. Hann vandar fatavalið meira þar sem að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eyðileggja fötin í slagsmálum þar sem að metrómenn slást ekki:) ég hef verið vitni af því að Andri fari inn í búðir eins og Aldo og Kulture for men til að KAUPA sér föt. Ég heyrði af því nú fyrir stuttu að Andri hafi verið á Oliver og að hann hafi verið á dansgólfinu allan tímann, líka eftir að þeir sem hann var með voru farnir heim. Þetta hefði Andri ekki gert fyrir 6 árum síðan:) Andri hringdi í mig nú fyrir stuttu og spurði hvað góða lagið sem við hefðum verið að hlusta á í bílnum mínum héti, ég vissi strax hvaða lag það var en það var Put your hands up for detroit sem er eitt heitasta lagið á Hverfis og Solon þessa daganna (Danslag). Þetta eru svona fáein dæmi um hann Andra en hann náttulega er eini vinur minn sem hefur farið í lýtaaðgerð. Já honum fannst nefið á sér ekki nógu gott og eins og sönnum metrómanni sæmir þá lét hann bara laga það :) En ok þetta er bara smáræði miðað við það sem hann sagði mér áðan. Þannig er mál með vexti að nýyrðið metrómaður er notað yfir þá sem eru í góðum tengslum við sitt kvenlega innsæi og Andri komst heldur betur í tengsl við sitt kvenlega innsæi í morgun þar sem komið var að honum í fótaaðgerð:) Ég veit ekki, mér hefur lengi langað í fótaaðgerð en ég er líka alveg sáttur með það að vera metrómaður en samt hef ég aldrei farið þar sem mér hefur fundist það vera svona alveg á mörkunum :) Andri kom s.s. endanlega út úr skápnum í morgun... Jón Friðrik er samt meiri metrómaður en við allir! hehe

En já svo að ég ljúki þessari færslu á einu máli sem ég hafði gríðarlega gaman af í morgun. Þannig er mál með vexti að í byrjun mars verður haldin klámráðstefna í Reykjavík. Ég veit að ég mun nú eitthvað kíkja í bæjinn bara til að sjá nokkrar af mínum uppáhalds leikkonum. Ég meina þetta er bara eins og stelpur á íslandi eru allar að eltast við Jude Law þessa dagana til að sjá hann, enda einn af myndalegustu mönnum í heiminum í dag:) Það verður gaman að sjá hvaða strjörnur koma til Reykjavíkur á þessa "ráðstefnu".... Það sem mér fannst líka gaman þegar að ég las þessa grein í fréttablaðinu var það að einhver feministi var strax farin að rífa kjaft.. okey ég vill ekki vera að rakka feminista niður hérna því ég nenni ekki að fá þá til þess að vitna í stjórnarskránna hérna á síðunni:) EN hvernig er það með þetta lið, það má ekki gera neitt þá eru þessar elskur farnar að koma í fjölmiðlum og rífa sig. Og það er eitt að skrifa í blöðin út af svona málum en að láta birta myndir af sér svona útlítandi eins og þessi stelpa í fréttablaðinu þá eru þær bara að leggja öll tromp af hendi. Ég get ekki séð neitt að því að klámráðstefna sé haldin á Íslandi. Fólk í klámbransanum er bara að vinna við það sem því þykir gaman og gera fullt af fólki greiða með því í leiðinni og það á bara virða það. Þetta væri annað ef að þeta væri einhver barnaklámshringur sem væri með ráðstefnu hérna.. klám er leyfilegt og bara gott í flesta staði:) Hættiði að vera svona viðkvæmar fyrir þessu og prófiði að losa aðeins um þessa spennu... Lifi klámið!!!

Later

 


Næsta síða »

Um bloggið

Vagninn bloggar

Höfundur

Birkir Vagn Ómarsson
Birkir Vagn Ómarsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband